135. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2008.

störf þingsins.

[13:33]
Hlusta

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti hefur kannað stöðu fyrirspurna sem bíða þess að verða svarað skriflega. Svörin eru í vinnslu í ráðuneytunum og sum eru það viðamikil að afla þarf gagna víða til að svara þeim sem skyldi og það tekur tíma. Það er m.a. ástæða þess að bið hefur verið á þeim fyrirspurnum sem hér er spurt um. Forseti hefur einnig kannað hver staðan er á þessum fyrirspurnum og fengið þær upplýsingar að svörin eru væntanleg á næstu dögum.