135. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2008.

rannsóknaboranir í Gjástykki.

576. mál
[14:32]
Hlusta

Valgerður Sverrisdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég vildi segja nokkur orð í sambandi við þetta mikilvæga mál sem er það að veitt var rannsóknarleyfi í Gjástykki fyrir rétt tæplega ári síðan og skipti það mjög miklu máli í sambandi við það verkefni sem er bygging álvers á Bakka við Húsavík. Það hafði verið rætt í langan tíma hve mikilvægt væri að Gjástykki yrði rannsakað líka þar sem ekki liggur fyrir enn og því síður á þeim tíma hvort sú orka sem fæst á öðrum svæðum sem nefnd hafa verið sé nægileg. Þess vegna var þetta mikilvægt mál. Hvað varðar umsögn frá umhverfisráðuneytinu þá ætla ég ekki að hafa sérstaka skoðun á því en ég reikna með að hæstv. umhverfisráðherra fari með rétt mál þar að leita hefði mátt (Forseti hringir.) umsagnar þeirra. Engu að síður er þetta mál mjög mikilvægt og ég vildi bara að þessi tónn kæmi inn í umræðuna.