135. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2008.

viðbrögð við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

592. mál
[15:01]
Hlusta

Kjartan Eggertsson (Fl):

Virðulegur forseti. Út úr áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna má lesa að þau lög sem gilda á Íslandi um fiskveiðirétt samrýmist ekki alþjóðasáttmálum um mannréttindi. Það er ekki hægt að lesa neitt annað út úr því áliti. Ríkisstjórn Íslands og Alþingi þarf að bregðast við. Við getum ekki verið þekkt fyrir annað. Við höfum enn þá tíma til þess og Frjálslyndi flokkurinn væntir samvinnu um verkefnið.