135. löggjafarþing — 101. fundur,  8. maí 2008.

tilhögun þingfundar.

[10:34]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Um fyrirkomulag þinghaldsins í dag vill forseti geta þess að að loknum óundirbúnum fyrirspurnatíma fer fram umræða utan dagskrár um stefnu ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum. Málshefjandi er hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson en heilbrigðisráðherra verður til andsvara. Að loknum utandagskrárumræðum fara fram atkvæðagreiðslur. Forseti vill vekja alveg sérstaka athygli á því við hv. þingmenn að fram fara atkvæðagreiðslur um 2.–4. og 6. dagskrármálið. Að lokinni umræðu og atkvæðagreiðslu um 5. dagskrármálið verður settur nýr fundur svo að 3. umræða um sértryggð skuldabréf geti farið fram.

Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 10. gr. þingskapa, um lengd þingfunda, er það tillaga forseta að þingfundur geti staðið lengur í dag, þ.e. þar til umræðu um dagskrármálin er lokið.