135. löggjafarþing — 101. fundur,  8. maí 2008.

ummæli í utandagskrárumræðu.

[11:42]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Þegar tekist er á um helstu átakaefni í stjórnmálum er erfitt að sitja undir því að það sé borið upp á þingmenn eins og þá sem hér stendur að hún og aðrir þingmenn Vinstri grænna skilji ekki um hvað málin snúast eða um hvað einkavæðing snýst. Ég er komin til að gera grein fyrir skilningi okkar á því hvað einkavæðing opinberrar þjónustu er. Hún er í rauninni þríþætt.

Í fyrsta lagi er um að ræða sölu á opinberum eigum eins og við þekkjum það frá Símanum og frá bönkunum. Það er eignasala.

Í öðru lagi er um að ræða tilfærslu á rekstri eða framkvæmd frá hinu opinbera til einkaaðila, (Forseti hringir.) þ.e. þjónustusamninga eða einkarekstur.

Í þriðja lagi (Forseti hringir.) tilfærslu fjármögnunar frá hinu opinbera til einkaaðila, þ.e. sjúklingaskattar í þessu tilfelli. Það er óásættanlegt að sitja undir …

(Forseti (MS): Forseti vill benda hv. þingmanni á að hún óskaði eftir að fá að ræða fundarstjórn forseta …)

Ég óskaði eftir því við hæstv. forseta að fá að bera af mér sakir. Það var ekki veitt. Það eru ekki önnur tækifæri til þess (Forseti hringir.) samkvæmt þingsköpum að gera það heldur en svona, hæstv. forseti. (Forseti hringir.) Ef hæstv. forseti getur bent mér á aðra leið til þess þá þigg ég þá leiðbeiningu.

(Forseti (MS): Forseti vekur athygli á því að ræðutíminn er liðinn og það var ekki mat forseta að það væri tilefni til að gefa hv. þingmanni orðið til að bera af sér sakir í þeirri umræðu sem fór fram áðan.)

Nei, en það gefst vonandi tækifæri til þess.

(Forseti (MS): Nú er tíminn liðinn sem hv. þingmaður hafði.)