135. löggjafarþing — 102. fundur,  8. maí 2008.

tekjuskattur.

325. mál
[17:35]
Hlusta

Frsm. minni hluta efh.- og skattn. (Ögmundur Jónasson) (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir þau sjónarmið sem hér hafa komið fram og óskir og kröfur um að umræðu um þetta mál verði frestað. Það hefur komið fram að formaður fjárlaganefndar Alþingis, sem jafnframt á sæti í efnahags- og skattanefnd, er með fyrirvara um þetta frumvarp. Það er í hæsta máta óeðlilegt að ekki verði orðið við óskum okkar í stjórnarandstöðunni um að hann komi til þings og geri grein fyrir því á hvaða forsendum hans fyrirvari byggir. Þess vegna ítreka ég þær óskir sem hér hafa komið fram um að þessari umræðu verði ekki lokið núna, að henni verði frestað og við fáum fram á hvaða forsendum þessir fyrirvarar byggja.