135. löggjafarþing — 103. fundur,  15. maí 2008.

rústabjörgunarsveit til Kína.

[11:06]
Hlusta

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Fyrirkomulagið á þessum hlutum er þannig í alþjóðasamfélaginu að þjóðir bjóða fram aðstoð sína og þær þjóðir sem hafa orðið fyrir áföllum taka síðan ákvörðun um það hvort þær þiggja þá aðstoð sem í boði er eða ekki. Það sem er þrándur í götu þessarar sveitar eru flutningsmöguleikarnir til skaðasvæða um heiminn þar sem hún getur tekist á og skilað verkefnum sínum. [Háreysti á þingpöllum.] Það er af því að utanríkisráðuneytið hefur ekki skipulagt það og ekki sett það í forgang að koma þessari sveit á vettvang almennt séð.

Við horfum núna upp á að verið er að borga hundruð milljóna í svokallað loftrýmiseftirlit og í rekstrarratsjárstöð suður á Keflavíkurflugvelli. Ég hef talað um að verkefnaval okkar sé ekki rétt, virðulegi forseti, þegar við veljum okkur verkefni á hernaðarlegum forsendum í þátttöku okkar innan og utan NATO. Ég hef talið og tel að við eigum að velja okkur verkefni við hæfi þar sem styrkur okkar, geta og þekking (Forseti hringir.) geta komið að notum. Við eigum að velja okkur verkefni á þessum forsendum. (Forseti hringir.) Við getum sett það í samband við umsókn okkar um aðild að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, (Forseti hringir.) hvort ekki væri betra að fara með þetta málefni (Forseti hringir.) í farteskinu til að leita atkvæða (Forseti hringir.) á alþjóðavettvangi en það sem við höfum í dag.