135. löggjafarþing — 103. fundur,  15. maí 2008.

tekjuskattur.

325. mál
[11:24]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Eins og hv. þingmenn vita hefur verið í gildi regla um skattfrestun á söluhagnaði sem hefur þýtt að ríkissjóður hefur ekki haft tekjur af þeim gjaldstofni um nokkurt árabil. Það hefur hins vegar verið þannig að frestaður söluhagnaður, sem hugsanlega yrði skattlagður einhvern tímann seinna, hefur færst sem skuldbinding í efnahagsreikning fyrirtækjanna. Það hefur því verið íþyngjandi fyrir fyrirtækin að sú skuldbinding, sem mjög ólíklegt er að einhvern tíma þyrfti að efna, væri í efnahagsreikningunum og staða fyrirtækjanna því litið verr út.

Verulegu máli skiptir fyrir fyrirtækin í landinu, vegna samkeppnisstöðu þeirra, að efnahagsreikningurinn endurspegli þann raunveruleika sem þau starfa innan en ekki séu fyrir hendi skuldbindingar sem mjög ólíklegt er að efna þurfi. Það er þess vegna sem (Forseti hringir.) þetta mál er flutt og þetta mun styrkja íslenskt (Forseti hringir.) efnahagslíf á næstu árum.