135. löggjafarþing — 103. fundur,  15. maí 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[12:35]
Hlusta

Ásta Möller (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Varðandi það að sú sem hér stendur, formaður heilbrigðisnefndar, hefur sent málið til umsagnar þá leitaði ég til nefndasviðs um slíkt og hvort fordæmi væri fyrir slíku og fékk það svar hjá nefndasviði að það væri fordæmi fyrir slíku, meðal annars á sínum tíma innan efnahags- og viðskiptanefndar. Málið var komið fram í þinginu. Ég sendi sem sagt málið í mínu nafni og óskaði eftir umsögn hinna ýmsu aðila eftir lista sem ég hafði fyrir framan mig. Auðvitað mun ég gefa nefndarmönnum tækifæri til að bæta á þann lista ef svo ber við (Gripið fram í.) eins og venjan er til. Alla vega var þetta sent út til umsagnar eins og ég hef þegar lýst fyrir hvítasunnu og ég geri ráð fyrir því (Forseti hringir.) að umsagnirnar liggi fyrir á borðum heilbrigðisnefndar á þriðjudaginn þegar nefndin (Forseti hringir.) fundar um málið.