135. löggjafarþing — 103. fundur,  15. maí 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[12:48]
Hlusta

Valgerður Sverrisdóttir (F) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Þetta er mjög alvarlegt mál sem hér er komið upp. Ég minnist þess ekki á öllum mínum þingferli í 20 ár að svona hafi komið upp, svona framkoma af formanni þingnefndar gagnvart þinginu, gagnvart nefndinni, að senda mál út til umsagnar án þess að aðrir nefndarmenn viti af því, í eigin nafni. Hversu oft hefur ekki verið kallað á nefnd inn í hliðarherbergi eftir að máli hefur verið vísað til nefndar til að senda það út til umsagnar vegna þess að það eru reglurnar? Þetta er Alþingi Íslendinga sem setur lögin í landinu.