135. löggjafarþing — 103. fundur,  15. maí 2008.

frumvarp um sjúkratryggingar.

[14:17]
Hlusta

Ásta Möller (S):

Virðulegi forseti. Mér þykir leitt að hafa strokið hv. þingmönnum stjórnarandstöðunnar öfugt í dag. Það vakti fyrir mér að greiða fyrir því að málið væri tekið til umræðu innan nefndarinnar og leitaði ég þá til nefndasviðs sem fordæmi. Það fordæmi fékk ég. Bréfið var sent út í mínu nafni, ekki í nafni heilbrigðisnefndar eins og fordæmi voru fyrir. Auðvitað fer málið til nefndar eins og þingsköp mæla fyrir um. (ÞBack: Ætlar þú að kalla bréfið aftur?) Það er engin ástæða til að kalla bréf aftur sem var sent í mínu nafni — (Gripið fram í: ... Ástu Möller?) margir þingmenn hafi óskað eftir umsögnum um mál í sínu nafni til hinna ýmsu aðila. Ég mun hins vegar kalla til fundar í dag eða á síðasta lagi á morgun, fer eftir því hvað umræðan í dag tekur langan tíma, þar sem þessu verður vísað með eðlilegum hætti eins og eðlilegt er. Það hefur aldrei staðið annað til. (Gripið fram í: Hvað ætlar þingmaðurinn að gera við þessa einkaframkvæmd?)