135. löggjafarþing — 103. fundur,  15. maí 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[18:38]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég gleðst yfir þeirri yfirlýsingu hv. þingmanns að hún sé ekki á móti því að setja eigi á fót sérstakar nefndir eða starfshópa til að skoða málefni Landspítalans og heilsugæslunnar. (ÁI: Ég var ekkert að gagnrýna það.) Virðulegi forseti. Það er bara gott (Gripið fram í.) að það er komið fram (ÁI: ... að spyrja.) því menn hafa verið að leggja hér upp með að það hefði verið hið óeðlilegasta mál að gera það. Það er bara gott að það er komið skýrt fram hjá hv. þm. Álfheiði Ingadóttur. Ég vek bara athygli þingheims (ÁI: Ég var að spyrja.) á því.

Ef menn hafa áhuga á því að vitna í kannanir þá flutti ég ræðu sem hv. þingmanni þótti mjög ómálefnaleg. Ég var að vísa í og ræða þær fullyrðingar hv. þingmanns um að ef menn noti einkarekstur í kerfinu þá leiði það af sér hækkun þjónustugjalda og skert aðgengi og svo framvegis. En ég fór yfir það, virðulegi forseti, dæmi um einkarekstur í dag og spurði hv. þingmann hvort það hefði eitthvað skert aðgengið. Hv. þingmaður svaraði því ekki enda er svarið augljóst. Auðvitað hefur það ekki gert það. Það hefur ekki gert það. (Gripið fram í: Hvað með tannlækningarnar?)

Virðulegi forseti. (Gripið fram í: ... framkvæmd.) Hér er hv. þingmaður viljandi að rugla saman hlutum, (Gripið fram í: Nei.) viljandi að rugla saman hlutum. Flestir sérfræðingar á Íslandi (Gripið fram í.) eru sjálfstætt starfandi og sem betur fer hafa flestir (Gripið fram í.) samninga við samninganefnd heilbrigðisráðherra. Ef það bregst sem hefur stundum gerst þá er það ekki gott.(Gripið fram í.)

Hins vegar liggur það alveg fyrir — menn tala hér um kannanir og vitna í kannanir. Það hefur verið kannað. Heilsugæslan í Salahverfi til dæmis sem er nú kannski gott dæmi um einkarekstur. Þar er ekkert í eigu hins opinbera, ekki einu sinni húsið en það er í einkarekstri inni í þessu kerfi. Það er skemmst frá því að segja að gríðarleg ánægja er meðal viðskiptavina þeirra með þessa stöðu. (ÁI: Eins og á flestum heilsugæslustöðvum ...) Að vísu mun betra en hjá hinum. (ÁI: Nei.) (Gripið fram í: Það er rangt.) (Forseti hringir.) Það er ekki (Gripið fram í: ... ráðherra að fara rétt með.) rangt, virðulegi forseti. Það er bara einfaldlega ... (Gripið fram í: ... ráðherrann að fari rétt með.) Já, ráðherrann (Forseti hringir.) fer rétt með þegar ég tala um að almennt er mesta ánægjan með þá ágætu stöð.(ÞBack: Miklu betri en með allar aðrar ...) (Gripið fram í.)