135. löggjafarþing — 103. fundur,  15. maí 2008.

stofnun norrænna lýðháskóla.

275. mál
[20:47]
Hlusta

Bjarni Harðarson (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil fagna framkominni tillögu um stofnun lýðháskóla og þeim hugmyndum sem hv. þm. Lúðvík Bergvinsson lýsti. Ég kalla aðeins eftir svörum um það hvar standi umræða um staðarval slíkrar stofnunar því við höfum heimildir um það að sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur boðið fram Skóga sérstaklega fyrir stofnun eins og þessa.

Ég vil bara koma því hér á framfæri að nefndin skoði þann möguleika mjög vel því það er staður sem gæti hentað einkar vel fyrir framtak sem þetta. Bæði vegna þess húsakosts sem þar er og einnig vegna þeirrar miklu starfsemi sem þar er við uppbyggingu á safnakosti og möguleikum á því að tengja lýðháskólafræðslu þjóðfræðimenntun sem er nú sú háskólamenntun sem er í hvað örustum vexti hér á landi og víða um lönd.