135. löggjafarþing — 103. fundur,  15. maí 2008.

stofnun norrænna lýðháskóla.

275. mál
[20:48]
Hlusta

Frsm. utanrmn. (Lúðvík Bergvinsson) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Umræða í nefndinni gekk reyndar ekki út á það hvar koma mætti svona skóla niður. Hér er í reynd verið að leggja til að Alþingi skori á ríkisstjórnina að styrkja vinnuhópinn sem hefur það að markmiði að koma þessum skólum á laggirnar. Ég geri ráð fyrir því að ríkisstjórnin hafi þá frumkvæði að því að móta stefnu af Íslands hálfu um hvar slíkur skóli geti risið.

Ég tek undir með hv. þingmanni að það svæði sem hv. þingmaður nefndi er án efa vel til þess fallið að hýsa svona skóla þannig að mér finnst hugmynd hv. þingmanns vera mjög góð.