135. löggjafarþing — 104. fundur,  21. maí 2008.

tekjur af endursölu hugverka.

612. mál
[14:36]
Hlusta

Fyrirspyrjandi (Kolbrún Halldórsdóttir) (Vg):

Frú forseti. Mér varð að orði hér áðan að kannski væri nóg komið af nefndum og starfshópum og við vildum sjá aðgerðir ríkisstjórnarinnar frekar en að mál séu sett í starfshópa og nefndir.

Nú ætla ég hins vegar að leyfa mér að fagna því að hæstv. ráðherra skuli vera með nákvæmlega þetta mál í starfshópi. Ég treysti því að hópurinn, sem samkvæmt svari hæstv. ráðherra á að skila af sér innan skamms, komist að þeirri niðurstöðu að tekjur af því tagi sem hér um ræðir verði skattlagðar sem eignatekjur, þ.e. með 10% skattprósentu. Ég hvet hæstv. ráðherra til dáða í þessum efnum og þakka kærlega fyrir svörin.