135. löggjafarþing — 105. fundur,  21. maí 2008.

öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga.

541. mál
[18:32]
Hlusta

Frsm. viðskn. (Ágúst Ólafur Ágústsson) (Sf):

Herra forseti. Erindi mitt í ræðustól í dag er frekar lítið en ég mæli hér fyrir breytingartillögum um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 146/1996, um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga.

Það kom í ljós að við þurfum að leiðrétta eina villu í textanum þannig að í stað orðsins „háspennuvirkja“ í 4. tölulið 1. mgr. d-liðar 2. gr. komi orðið: lágspennuvirkja. Það er einfaldlega verið að skipta um þessi hugtök svo þetta sé rétt, þ.e. að í stað orðsins háspennuvirkja komi lágspennuvirkja.