135. löggjafarþing — 106. fundur,  22. maí 2008.

lengd þingfundar.

[11:19]
Hlusta

Höskuldur Þórhallsson (F):

Frú forseti. Í dag verða tekin til umræðu mjög stór og viðamikil mál sem hafa fengið ágæta umfjöllun í meðferð menntamálanefndar. Ég hef óskað eftir tvöfaldri umræðu um framhaldsskólafrumvarpið og mér sýnist að sú umræða, ef hún verður eins og ég held, muni byrja einhvern tíma í kvöld. Því óska ég eftir að fá að vita fyrir fram hvað stendur til að halda fund lengi.

Það er rétt að það var ákveðið áðan að hafa lengri fund en það þýðir ekki að sá fundur eigi að vera standa yfir miðnætti, frú forseti. (Gripið fram í.) Ég held að ég hafi meira að segja reiknað það þannig að stjórnarandstaðan hafi verið í meiri hluta í þingsalnum áðan þannig að við hefðum getað stöðvað það. (Gripið fram í.) Ég skora einfaldlega á stjórnarliðana að mæta betur. (Gripið fram í.) Við erum búin að samþykkja það, frú forseti, (Forseti hringir.) að fundur verði lengri en það kemur ekki til greina að svo mikilvæg umræða fari fram yfir miðnætti.