135. löggjafarþing — 106. fundur,  22. maí 2008.

lengd þingfundar.

[11:28]
Hlusta

Guðni Ágústsson (F):

Hæstv. forseti. Það er bara eitt lítið atriði sem mér dettur í hug því að svona umræða verður frekar leiðinleg og fellur illa inn í þingstörfin, en af því að við höfum haft mikið og gott samstarf í vetur held ég að það væri mjög mikilvægt að hæstv. forseti frestaði fundi í eins og tíu mínútur og kallaði þingflokksformenn saman til að reyna að ná sameiginlegri niðurstöðu frekar en að standa í þessu þrefi. Ég skora á hæstv. forseta að fresta fundinum og ganga til rökræðu við þingflokksformenn og kanna hvort ekki geti orðið sameiginleg niðurstaða um gang mála á þessum fallega degi.