135. löggjafarþing — 106. fundur,  22. maí 2008.

lengd þingfundar.

[11:32]
Hlusta

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti hyggst nú senn hefja atkvæðagreiðslur sem eru á dagskrá en vill geta þess vegna umræðunnar um fundarstjórn forseta að það var samþykkt hér án atkvæðagreiðslu í upphafi fundar að fundur stæði þar til umræðunni um dagskrármálin (Gripið fram í: Nei.) væri lokið. (Gripið fram í: .. samþykkja það.) Það var samþykkt í upphafi fundar. (Gripið fram í.) Það var gert (Gripið fram í.) á ...

Forseti vill geta þess að frá áramótum — ef hann fær hljóð til þess — þá vill hann geta þess að frá áramótum þá hafa verið haldnir 58 þingfundir. Þar af hafa þrír þingfundir staðið til rúmlega átta og fjórir þingfundir hafa verið fram eftir kvöldi, bara svo hv. þingmenn (GÁ: Við viljum hafa hann í kvöld en ekki í nótt.) hafi það hv. á hreinu. (Gripið fram í.)