135. löggjafarþing — 106. fundur,  22. maí 2008.

leikskólar.

287. mál
[14:04]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Hér koma nú í ljós gallarnir á nýju þingskapalögunum. Hv. þingmaður hafði ekki nema eina mínútu til að ræða hér um fundarstjórn forseta. Ef ég man rétt var lengri tími á síðasta þingi fyrir þann lið.

Ég vil greina frá því hér að vinnuregla sú sem innleidd hefur verið og var innleidd á síðasta kjörtímabili, að þingmenn fá nú send svör við skriflegum fyrirspurnum í tölvupósti, sem sagt tölvuhlekk inn á svarið sem þá er búið að segja í rafrænt form, er eflaust ekki eins góð og við töldum að hún væri. Það er hún sem gerir það að verkum að þetta geti gerst sem hv. þingmaður lýsti, að svarið geti verið komið hér inn í þingsal og útbýtt áður en sá sem óskaði eftir svarinu hefur fengið það í hendur. Ég veit jafnframt að það eru frekari ávirðingar varðandi þetta tiltekna svar sem þingið þarf að heyra frá hv. þingmanni. (Forseti hringir.)