135. löggjafarþing — 106. fundur,  22. maí 2008.

leikskólar.

287. mál
[14:37]
Hlusta

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Vegna orða hv. þm. Höskuldar Þórhallssonar varðandi þetta síðasta þá hefur sá þingmaður sem hér stendur lýst sig andsnúinn landsskipulagsáætlun sem er bindandi fyrir sveitarfélög, svo það sé algjörlega ljóst.

Ég ítreka enn að sveitarfélögin bera ábyrgð á rekstri leikskólans. Þetta er stórt skref. Ég veit að kostnaðarauki, ef við getum orðað það svo, í því sveitarfélagi sem ég stýrði í fimm ár hefði verið í kringum 150 millj. að mig minnir að gera leikskólann gjaldfrjálsan. Það eru fjórir starfandi leikskólar í því sveitarfélagi, það eru að jafnaði 100 börn í árgangi og menn verða svo að reikna þetta út. Foreldrar greiða í dag einn þriðja af því sem það kostar að reka leikskólann. Þessi kostnaðargreining verður að fara fram og hvernig henni verður mætt til handa sveitarfélögunum áður en við setjum (Forseti hringir.) slíkt í lög.