135. löggjafarþing — 106. fundur,  22. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[23:02]
Hlusta

Bjarni Harðarson (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Árna Johnsen fyrir um margt ágæta ræðu en vil þó gera athugasemdir við þann skilning sem þar kemur fram þar sem hv. þingmaður talar um okkur trúleysingjana, marga hverja sem varðmenn þess að kristindómsfræðsla fái að þrífast í skólakerfinu í landinu. Við kærum okkur ekki um það, hv. þm. Árni Johnsen, að vera í ræðustól kallaðir eiginhagsmunaseggir og skeytingarlausir því slíkir fordómar sæma ekki þingmanninum og sæma ekki hinu háa Alþingi að draga menn með þeim hætti í dilka fyrir skoðanir sínar.

Við sem erum trúleysingjar unnum íslenskri kirkju ekkert síður en þeir (Forseti hringir.) sem trúa á trúarjátninguna. En við höfum okkar (Forseti hringir.) siðgæði og sækjum það til margra átta, þar á meðal (Forseti hringir.) okkar kristilega uppeldis og (Forseti hringir.) okkar gamla heiðindóms.