135. löggjafarþing — 106. fundur,  22. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[23:07]
Hlusta

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Herra forseti. Vandinn við lífsgátuna þegar kemur að trúarbrögðum er að vera ekki sjálfur eins og vegprestur. Að vísa þann veg sem maður fer ekki sjálfur. Það er þó alltaf hætta á því, veruleg hætta og þannig er það í mannanna samskiptum.

Ég hef lagt mikla áherslu á að virða eigi öll trúarbrögð en við eigum ekki að hlaupa undan merkjum með viðmiðanir okkar kjarna, ekki frekar en við eigum að rusla íslensku landslagi burtu af Íslandi af því það er eitthvað óhagkvæmt. Við eigum að byggja á hefðum okkar, reynslu og festu og okkar ankerum. Hitt er annað að víða má finna þess stað í Biblíunni sem segir að menn eigi að vera saklausir sem dúfur en þar segir líka að menn eigi að vera slægir sem höggormar.