135. löggjafarþing — 106. fundur,  22. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[23:15]
Hlusta

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get alveg tekið undir að sú breyting sem hér er gengur ekkert skemur í þessum þætti en ella. Þetta er spurning um smekk á orðalagi og orðavali.

Margir fræðimenn kirkjunnar, hinir mætustu menn, hafa verið svolítið fastir í hjólförunum, í gömlum þáttum og kenningum, ég vil ekki segja fordómum en í gamalli túlkun. Ég held að það hafi ekki verið sérstaklega til góða fyrir almennt kirkjulegt starf en það er nauðsynlegt að hafa það og gott að staldra við í þeim efnum og velta því fyrir sér.

Það sem kom fram í tilvitnun hv. formanns menntamálanefndar í skrif Sigurðar Pálssonar, að það sem skipti öllu máli væri kristilegt uppeldi, finnst mér vera grundvallaratriði. (Forseti hringir.) Það fjallar um þetta allt saman.