135. löggjafarþing — 106. fundur,  22. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[23:19]
Hlusta

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Sjálfur byrjaði ég að vinna sex ára gamall fyrir launum í fiski. Vinnan á sumrin hefur verið besti skóli lífsins fyrir mig og marga félaga mína (Gripið fram í: Og Mogginn.) vítt og breitt. Sumarstarf með skóla er ómetanlegt og hefur verið það fyrir þessa þjóð. Þess vegna eigum við að stefna að því að leggja rækt við það á ný þrátt fyrir boð og bönn utan úr hinum stóra heimi. Lengd skólaársins er ekki í takt við andrúm íslensks samfélags. Það er ekki í takt við þann þátt sem við viljum byggja á, það svigrúm og þá reynslu og við eigum að varna því að leiði hlaupi í börnin okkar. Það er hættulegt og við (Forseti hringir.) höfum Ísland til þess að berjast gegn því.