135. löggjafarþing — 106. fundur,  22. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[23:45]
Hlusta

Höskuldur Þórhallsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég harma mjög að hv. formaður menntamálanefndar hafi krafist þess að hér eigi að ljúka umræðum. Við framsóknarmenn höfum beðið um tvöfalda umræðu í þessu mikilvæga máli sem ekki er samstaða um eins og meiri hlutinn veit, og heldur ekki úti í þjóðfélaginu.

Ég vil líka minna stjórnarflokkana á að þegar málin voru tekin til 1. umr. voru þau öll sett saman í eina hálftímaumræðu og það var það sem við í stjórnarandstöðunni samþykktum. Mér finnst við hafa gefið vel eftir vegna þess að þetta eru stór mál og mjög mikilvæg. Mér finnst það miður, og tel það klárt brot á þingsköpum, að fundi verði haldið áfram (Forseti hringir.) fram yfir miðnætti.