135. löggjafarþing — 106. fundur,  23. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[00:01]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég ítreka það að fá að heyra orð hæstv. forseta um hvernig hún ætlar að stýra þinginu áfram svo sómi sé að og farið sé að þingsköpum. (Gripið fram í.) Ég var ekki að biðja um innkall frá þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, ég geri ráð fyrir að forseti geti tekið ákvarðanir sínar án þess að hlýða skipunum þaðan og tel afar óeðlilegt að formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins sé að kalla upp í stól (Gripið fram í.) til hæstv. forseta. (Gripið fram í.) Ég bendi á að formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins heldur áfram að skipa forseta fyrir. Ég tel það óviðurkvæmilegt og fyrir hönd forseta harma ég að hlusta á það að formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins sé að reyna að skipa þingforseta fyrir. (Gripið fram í.) Þetta bara sýnir — (Forseti hringir.) Frú forseti, ég hef eytt hér miklum tíma í að ræða við formann þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Ég spyr því: (Forseti hringir.) Ætlar forseti að taka við skipunum formanns þingflokks (Forseti hringir.) Sjálfstæðisflokksins eingöngu (Forseti hringir.) eða ætlar hún að taka ákvörðun og láta okkur heyra (Forseti hringir.) hvernig framhald þingsins verður?