135. löggjafarþing — 106. fundur,  23. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[00:42]
Hlusta

Siv Friðleifsdóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég vil ítreka þá beiðni að við hættum við að ræða hlutina fram á nótt. Það er ljóst að í gær sagði virðulegur forseti, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, að það væri — ég ætla bara að vitna beint í þetta svo að þetta sé alveg á hreinu, með leyfi virðulegs forseta:

„Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 10. gr. þingskapa um lengd þingfunda er það tillaga forseta að þingfundur geti staðið lengur í dag, þ.e. þar til umræðum um dagskrármálin er lokið.“

Halda menn virkilega, í stjórnarmeirihlutanum og í forsetadæminu, að Framsóknarflokkurinn hafi samþykkt það þegjandi og hljóðalaust að ræða framhaldsskólafrumvörpin um miðja nótt, við höfum beðið um tvöfaldan ræðutíma? (Forseti hringir.) Það er fráleitt, virðulegur forseti, (Forseti hringir.) að túlka það sem svo að við höfum samþykkt það að það nær engri átt. (Forseti hringir.) (Forseti hringir.) (Forseti hringir.) Ég bið forseta um að fresta fundi.