135. löggjafarþing — 106. fundur,  23. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[00:47]
Hlusta

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Forseti getur beðið menn um að virða tímamörk í þessari umræðu en það er ljóst að forsetar ætla ekki að virða þau tímamörk sem þeir settu við upphaf þessarar umræðu í gær. Þá var talað um að halda fundi áfram í dag og enginn gat skilið það öðruvísi en það væri til miðnættis og ekki lengur.

Forseti Alþingis beitti þingheim blekkingum í upphafi fundar, hann blekkti þingmenn til þess að samþykkja að vera hér áfram til miðnættis eða jafnvel fram á nótt. Við gerðum ekki athugasemd við það að sitja hér á fundi til miðnættis og ræða þessi mikilvægu mál en það er augljóst að hér er verið að beita blekkingum. Það er skömm að því fyrir þingforseta, fyrir stjórn þingsins, að ætla að standa þannig að verki. Þeir skulu þá sitja uppi með það inn í nóttina ef þeir endilega vilja.

Það er ljóst af okkar hálfu að við munum ræða grunnskólafrumvarpið áfram. Komið hefur fram að allmargir þingmenn eru enn (Forseti hringir.) á mælendaskrá (Forseti hringir.) og um það verður að (Forseti hringir.) sjálfsögðu rætt og að við reynum að virða það (Forseti hringir.) sem þingflokkur Framsóknarflokksins hefur farið fram á (Forseti hringir.) að framhaldsskólafrumvarpið verði ekki rætt í skjóli nætur.