135. löggjafarþing — 106. fundur,  23. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[00:57]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég átta mig ekki alveg á því hvað forseta gengur til þegar hann segir hér margítrekað að hann brjóti ekki lög. Ég vil leyfa mér að ítreka það sem hér hefur verið sagt: Það eru bara tvær leiðir til þess að halda næturfundi af þessu tagi. Ég held að það megi öllum vera ljóst að Alþingi Íslendinga er hér statt í miðju stríði stjórnarflokkanna um það hvernig ráðherrar eigi að koma seint fram bornum málum sínum og umdeildum í gegnum þingið á síðustu sólarhringunum. Handbendin sitja hér á forsetastóli og brjóta þingskapalög. Stjórnendurnir sitja hér (Forseti hringir.) glottandi úti undir veggjum.