135. löggjafarþing — 107. fundur,  23. maí 2008.

afbrigði um lengd þingfundar.

[10:55]
Hlusta

Forseti (Einar Már Sigurðarson):

Vegna þeirra ummæla sem hv. þingmenn hafa viðhaft hér er rétt að forseti taki fram og upplýsi að sú tillaga sem samþykkt var fjallar um að fundur geti staðið þar til dagskrármáli lýkur. Dagskrármáli þurfi ekki að ljúka heldur „geti“ fundur staðið lengur. Það er orðalagið.

En í þeirri von að hér megi nást samkomulag um þinghaldið í dag og við getum í góðu samkomulagi reynt að haga þingstörfum með þeim hætti að við getum vonandi losnað við kvöld- og alla vega næturfund þá hefur forseti ákveðið að boða þingflokksformenn til fundar í hádegishléi strax að loknum utandagskrárumræðum.