135. löggjafarþing — 107. fundur,  23. maí 2008.

framhaldsskólar.

286. mál
[16:18]
Hlusta

Einar Már Sigurðarson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Meiri hluti menntamálanefndar leggur fram breytingartillögur í 23 töluliðum og hv. þingmaður þarf ekki að gefa það í skyn, eins og mér fannst liggja í orðum hans, að ekki hafi verið gerðar neinar tilraunir til að koma til móts við fulltrúa Félags framhaldsskólakennara. Ég fullyrði, frú forseti, að sá sem hér stendur hafði ekki eins mikið samráð við nokkra aðra aðila og fulltrúa þessara samtaka. Breytingartillögur meiri hluta menntamálanefndar og nefndarálit meiri hluta menntamálanefndar er að mestu leyti byggt upp á tillögum frá þessum hóp, enda eðlilegt að sá hópur hafi veruleg áhrif (Gripið fram í.) Ég fullyrði, frú forseti, að það hefur enginn einstakur hópur haft eins mikil áhrif á þær breytingar sem hér hafa verið gerðar af meiri hluta menntamálanefndar og þessi hópur.