135. löggjafarþing — 107. fundur,  23. maí 2008.

framhaldsskólar.

286. mál
[16:21]
Hlusta

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Um stóru ágreiningsmálin eru engar breytingartillögur, engar, ekki einar einustu. Það er alveg sama hversu hátt þið kallið út í þjóðfélagið, frumvarpið er skýrt, hvað þið ætlist fyrir og hvað mun verða. Ég tók sérstaklega eftir því að talað var um áróður og því var beint til okkar í stjórnarandstöðunni að við værum að beina honum út á við í samfélaginu. Vorum við með áróður í nefndinni? Gagnvart hverjum? Ég verð að fá útskýringu á þessum orðum.