135. löggjafarþing — 107. fundur,  23. maí 2008.

framhaldsskólar.

286. mál
[17:18]
Hlusta

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að viðurkenna að ég var á leiðinni út úr þingsalnum, ég hélt að hv. þingmaður væri byrjaður á ræðu sinni. (Gripið fram í.) Ég náði ekki alveg öllum þeim spurningum sem ... (GuðbH: Hverfaskólar.) Hverfaskólar, já. (Gripið fram í.) Nei, ég held að það sé kannski ekki það sem við viljum. En aftur á móti ítreka ég skoðanir mínar varðandi það að úti á landi er oft um langar vegalengdir að ræða og fólk hefur áhyggjur af því að þurfa að senda börnin sín í burtu. Sérstaklega hefur fólk áhyggjur af því að fjölbreytileikinn sem nú er verið að boða í þessu frumvarpi leiði til þess að þeir framhaldsskólar muni kannski ekki bjóða upp á nám við hæfi. Ég vona að þetta skýri að einhverju leyti það sem spurt var um en ég ítreka það sem ég sagði áðan í ræðu minni að það þarf að útskýra betur hvað um er að vera.