135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

réttindi stjórnenda smábáta.

[15:21]
Hlusta

samgönguráðherra (Kristján L. Möller) (Sf):

Hæstv. forseti. Ég hef svo sem ekki miklu við fyrra svar mitt að bæta öðru en því að minna á að í upphafi þessa árs skipaði ég nefnd m.a. með fulltrúum frá hagsmunaaðilum sem stunda þessa atvinnugrein, þ.e. sem eru með frístundaskip og allan þann rekstur. Þar er líka fulltrúi frá sjávarútvegsráðuneytinu og menn ræða nú þessi mál. Þessi nefnd hefur ekki lokið störfum. Við töldum bráðnauðsynlegt að leggja fram þetta frumvarp m.a. til að senda skilaboð um að við ætlum að setja ákveðin skilyrði um skemmtibátaskírteini og ákveðin námskeið sem þessi fyrirtæki hafa boðist til að þróa og setja upp. Þau ætla að kynna gerð og búnað báts og ýmislegt fleira fyrir þeim viðskiptavinum sem koma. (Forseti hringir.) Ég vonast bara til þess að þetta frumvarp komist á dagskrá og við ræðum það þá áður en þing fer heim eftir nokkra daga.