135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

tilhögun þingfundar.

[16:10]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Í ljósi þess að stefnt er að því að ljúka þinghaldinu á fimmtudag samkvæmt áætlun þingsins og yfirlýsingum hæstv. forseta viljum við að sjálfsögðu greiða fyrir þingstörfum, leggjumst ekki gegn því að efnt verði til kvöldfunda og óskum ekki eftir atkvæðagreiðslu um lengingu að því tilskildu að sjálfsögðu og samkvæmt þeim skilningi að þingfundur standi ekki fram á næsta dag, ekki fram yfir miðnætti.