135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

tilhögun þingfundar.

[16:11]
Hlusta

Siv Friðleifsdóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég tel ekki eðlilegt að við vinnum hér fram yfir miðnætti. Við breyttum þingsköpum til þess að vera með fjölskylduvænan vinnustað sem stundar góð vinnubrögð og eðlileg. Ég tel ekki að við eigum að halda þingfundi lengur en til miðnættis. Við munum því hafna öllum tillögum um þingfund sem stendur lengur en til klukkan tólf.