135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

leikskólar.

287. mál
[16:15]
Hlusta

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég skil það svo að hér séum við að fjalla um atkvæðagreiðsluna um leikskólafrumvarpið þannig að ég ætla að halda mig við það í þessari umfjöllun. En hér kemur mjög merkilegt frumvarp til atkvæðagreiðslu sem eru heildarlög um leikskóla í landinu. Hér er verið að styrkja verulega stöðu leikskólanna í landinu með því að renna sterkum lagastoðum undir rétt barna til sérfræðiþjónustu og upplýsingaskyldu við foreldra, svo eitthvað sé nefnt. Sömuleiðis er í þessu frumvarpi gert hátt undir höfði þeirri sterku fræðilegu þekkingu á þörfum barna á leikskólastigi sem orðið er til í landinu og þeirri miklu sérstöðu sem skapast hefur á sviði leikskólamála. Hér er því lyft fræðilegri þekkingu sem endurspeglast í sterku leikskólastarfi, því er gefin sterk lagastoð. Við fögnum því líka hversu góð samstaða hefur náðst um þetta mál.