135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

leikskólar.

287. mál
[16:23]
Hlusta

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Herra forseti. Með þessari breytingartillögu er eingöngu verið að leggja til að í upptalningunni á markmiðunum í leikskólastarfi verði bætt inn orðunum „virðingu fyrir mannréttindum,“ það skuli vera hluti af markmiðum í skólastarfi leikskólans. Það er dapurlegt að sjá það að þingheimur ætlar að fella þessa tillögu. Og sérstaklega hlýtur það að vekja athygli að Samfylkingin með hæstv. utanríkisráðherra í broddi fylkingar skuli greiða atkvæði gegn því að virðing fyrir mannréttindum skuli vera eitt af markmiðum og leiðarljósum í leikskólastarfi. Það er skömm að því.