135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

leikskólar.

287. mál
[16:42]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Hér greiðum við áfram atkvæði um breytingartillögu sem varðar sjálfstætt rekna leikskóla. Ég hefði haldið að það væri útlátalaust fyrir þingheim að samþykkja þótt ekki væri nema það ákvæði þessarar breytingartillögu að það sé tryggt að þau félög sem heimilað verði rekstur á leikskólum séu ekki rekin í hagnaðarskyni. En ég sé að mér ætlar ekki að verða að óskum mínum í þeim efnum.