135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[17:24]
Hlusta

Höskuldur Þórhallsson (F):

Herra forseti. Í 2. gr. frumvarpsins stóð til að taka hið kristna siðgæði út. Sem betur fer að mínu mati var því breytt í meðförum nefndarinnar á þann hátt að nú skal grunnskólastarf miðast af kristinni arfleifð íslenskrar menningar. Þessi breytingartillaga miðast af því að kristin fræði verði þá nefnd um leið og trúarbragðafræði. Við framsóknarmenn teljum mjög mikilvægt að mismunandi trúarbrögð séu kennd til að koma í veg fyrir fordóma. Í ljósi breytingarinnar á 2. gr. teljum við mikilvægt að kristinfræðinni sé gert hærra undir höfði og hún tilgreind sérstaklega í þessari grein. Það er líka í samræmi við fjölmargar athugasemdir sem bárust einmitt um þetta atriði.