135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[17:37]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg):

Hæstv. forseti. 43. gr. fjallar um viðurkenningu grunnskóla sem reknir eru af öðrum en sveitarfélögum. Ég tel mjög mikilvægt að það sé skoðað gaumgæfilega með hvaða hætti öðrum aðilum en sveitarfélögum er falið að reka grunnskóla. Ég flutti í ræðu minni talsvert gild rök að mínu mati fyrir því að þær breytingar sem ég legg til séu nauðsynlegar til að ábyrgð þeirra aðila sem reka grunnskóla, aðrir en sveitarfélög, sé nægilega vel skýrð og til að réttur nemenda sem stunda nám í slíkum skólum sé nægilega vel tryggður. Ég tel mjög mikilvægt að þau atriði sem hér eru lögð til nái fram að ganga. — Því miður sé ég á töflunni að svo verður ekki, en ég segi í öllu falli já, hæstv. forseti.