135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði.

432. mál
[20:32]
Hlusta

Guðni Ágústsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hvað Landsnet varðar var það niðurstaða mín, eins og í mörgu öðru í þessum efnum, að ef selja ætti þennan hlut í Landsneti þyrfti að taka það upp sérstaklega. (Gripið fram í.) Önnur lög standa í vegi fyrir því að þetta sé hægt af ráðherra. Ég er því þeirrar skoðunar hvað þetta varðar að þingið þurfi að koma að því með öðrum hætti (Gripið fram í.) og held mig við það. En við hefðum viljað hafa málið í fyrra fari eins og ég gat um.