135. löggjafarþing — 108. fundur,  27. maí 2008.

meðferð einkamála.

232. mál
[00:08]
Hlusta

Atli Gíslason (Vg):

Herra forseti. Ég tek undir orð hv. formanns allsherjarnefndar Birgis Ármannssonar. Frumvarp þetta er samið af réttarfarsnefnd að tilhlutan dómsmálaráðherra eins og kemur fram í athugasemdum við frumvarpið og þar eru lagðar til breytingar á lögum um meðferð einkamála vegna aðildar Íslands að þremur alþjóðasamningum um réttarfar.

Ég vil taka fram að hér er unnið samkvæmt handbók um gerð frumvarpa og er það til fyrirmyndar. Markmiðið að baki þessum samningum um Haag-ráðstefnunar um einkamálaréttarfar er að efla samvinnu milli ríkja og greiða fyrir rekstri dómsmála. Með því er stefnt að því að ryðja úr vegi hindrunum milli ríkja vegna ólíkra réttarkerfa og jafnframt að efla réttaröryggi þegar dómsmál varða aðila og hagsmuni í fleiri ríkjum.

Vinstri hreyfingin – grænt framboð styður þetta frumvarp.