135. löggjafarþing — 109. fundur,  27. maí 2008.

veiting ríkisborgararéttar.

641. mál
[11:21]
Hlusta

Frsm. allshn. (Birgir Ármannsson) (S):

Herra forseti. Allsherjarnefnd hefur að vanda fjallað um umsóknir um veitingu ríkisborgararéttar. Allsherjarnefnd bárust að þessu sinni 53 umsóknir um ríkisborgararétt en skv. 1. mgr. 6. gr. laga um ríkisborgararétt, nr. 100/195, veitir Alþingi ríkisborgararétt með lögum.

Nefndin leggur til að 24 einstaklingum verði veittur ríkisborgararéttur að þessu sinni og er lista yfir þá að finna í þskj. 1112. Eins og venja er var fjallað um þetta í sérstakri undirnefnd allsherjarnefndar en allsherjarnefnd fór yfir listann síðasta laugardag og stendur öll að flutningi þessa máls.