135. löggjafarþing — 110. fundur,  27. maí 2008.

almennar stjórnmálaumræður.

[19:51]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir og hefur hver þingflokkur tíu mínútur í 1. umferð, sex mínútur í 2. og sex mínútur í síðustu umferð.

Röð flokkanna verður þessi í öllum umferðum: Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Samfylkingin og Frjálslyndi flokkurinn.

Ræðumenn flokkanna verða: Fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð tala, í fyrstu umferð Ögmundur Jónasson, 6. þm. Suðvesturkjördæmis, í annarri umferð Árni Þór Sigurðsson, 9. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, en Þuríður Backman, 8. þm. Norðausturkjördæmis, í þriðju umferð.

Ræðumenn Sjálfstæðisflokks eru: Í fyrstu umferð Geir H. Haarde forsætisráðherra, í annarri Guðfinna S. Bjarnadóttir, 3. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, en í þeirri þriðju Kristján Þór Júlíusson, 1. þm. Norðausturkjördæmis.

Fyrir Framsóknarflokk tala Guðni Ágústsson, 3. þm. Suðurkjördæmis, í fyrstu umferð, Siv Friðleifsdóttir, 10. þm. Suðvesturkjördæmis, í annarri, en í þriðju umferð Höskuldur Þórhallsson, 10. þm. Norðausturkjördæmis.

Fyrir Samfylkinguna tala í fyrstu umferð Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, í annarri umferð Steinunn Valdís Óskarsdóttir, 10. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, en í þriðju umferð Einar Már Sigurðarson, 7. þm. Norðausturkjördæmis.

Fyrir Frjálslynda flokkinn talar í fyrstu umferð Guðjón A. Kristjánsson 6. þm. Norðvesturkjördæmis, en Jón Magnússon, 10. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri og Grétar Mar Jónsson, 10. þm. Suðurkjördæmis, í þriðju umferð.