135. löggjafarþing — 111. fundur,  28. maí 2008.

breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði.

432. mál
[10:15]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Með því að fella niður orðið „alfarið“ í eigu o.s.frv. í 1., 8. og 13. gr. frumvarpsins er tryggt að auðlindir sem eru í sameiginlegri eigu sveitarfélaga og einkaaðila falli einnig undir þá vernd sem frumvarpinu er ætlað að setja á auðlindir í vatnsafli og jarðvarma. Mjög mikilvægt er að það verði svo og er það hægt án þess að brjóta í bága við stjórnarskrá með því að eigendur Hitaveitu Suðurnesja hafa lýst sig reiðubúna til þess. Ég segi því já.