135. löggjafarþing — 111. fundur,  28. maí 2008.

breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði.

432. mál
[10:30]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Í þessari grein frumvarpsins er gert ráð fyrir fullum fyrirtækjalegum og stjórnunarlegum aðskilnaði og þar með uppskiptingu fjögurra öflugustu raforkufyrirtækjanna okkar að minnsta kosti. Þetta er gert án þess að kröfur Evrópusambandsins liggi fyrir. Þetta gengur mun lengra en Evróputilskipunin um raforkumál. Það er ljóst að mati flestra þeirra ef ekki allra sem um málið hafa fjallað að þetta mun hafa ærinn tilkostnað í för með sér og hann mun ekki lenda nema á einum hópi og það eru raforkuneytendur í landinu.

Herra forseti. Ég segi já.