135. löggjafarþing — 111. fundur,  28. maí 2008.

breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði.

432. mál
[10:35]
Hlusta

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Herra forseti. Ég vek athygli á því að hér er verið að greiða atkvæði um hitaveiturnar og það er mikilvægt að fram komi í þessari umræðu að hitaveiturnar falla ekki undir raforkutilskipun Evrópusambandsins. Það er þess vegna engin sérstök ástæða til þess að láta ákvæði sem varða rafmagnið og eru í samræmi við raforkutilskipun Evrópusambandsins ná til hitaveitnanna eins og hér er lagt til. Ég segi nei.