135. löggjafarþing — 111. fundur,  28. maí 2008.

neytendalán.

537. mál
[11:13]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Ég vek athygli á því að hér er verið að reisa hinar ýmsu skorður við starfsemi fjármálafyrirtækja. Það er verið að setja bönkunum skorður um uppgreiðslugjald, um hin ýmsu gjöld sem fylgja lántökum eða viðskiptum við viðskiptavini. Maður skyldi hafa haldið að hin frjálsa samkeppni hefði átt að ráða hér þannig að ekki þyrfti að gera það. Þetta segir okkur einfaldlega að á fjármálamarkaði ríkir fákeppni og einokun á mörgum sviðum og þess vegna er ríkið nú farið að setja þeim reglur og skorður.

Við samþykkjum þessar tillögur og þetta frumvarp sem hér er en ég bendi á að þetta undirstrikar fákeppnisstöðuna á fjármálamarkaði hér á landi.